Snigil og Snekkjudæludreifari
Vélboða snigil- og snekkjudæludreifarinn er sérhannaður fyrir minkaskít og skít með mikið þurrefnisinnihald. Hann kemur með PTO knúinni snekkjudælu sem má nota til að hræra upp í haughúsum og til að taka upp í dreifarann.
Á dreifaranum er stór vökvaknúin lúga svo hægt sé að moka í hann með ámoksturstækjum eða dæla í hann með haugdælu. Í botninum er vökvaknúin snigill sem færir beinamassa sem vill setjast í botninn að dælunni.
Annar búnaður: Hjólabúnaður Twin flotdekk með bremsum, fullkomin ljósabúnaður, undirakstursvörn, aurhlífar, dráttarauga með snúning og hæðarmælir.
Stærðir 6-15 þúsund lítra.