Fjölnotadreifari

  • Fjölnotadreifari: 15 þúsund lítra
  • Fjölnotadreifari: Frágangur á vökvabúnaði
  • Fjölnotadreifari: Hliðar dreifistútur
  • Fjölnotadreifari: Öflugur bremsubúnaður
  • Fjölnotadreifari: Tvær dælur
  • Fjölnotadreifari: Tveir dreifistútar
  • Fjölnotadreifari: Ýmsir valmöguleikar

Vélboða fjölnotadreifarinn hefur alla helstu kosti fullkomins mykjudreifara sameinaðir í einn dreifara. Fjölnota mykjudreifarinn hefur tvær dælur, PTO knúna snekkjudælu að framan og vökvaknúna miðflóttaaflsdælu að aftan. Snekkjudælan er bæði vakúmdæla og þrýstidæla. Hana má nota til að hræra upp í haughúsum og soga upp í tankinn.

Við dreifingu má notast við báðar dælurnar. Þá er vinnslubreiddin um 30 metrar.

Á dreifaranum eru þrír dreifistútar. Tveir aftaná og einn á röri á hlið dreifarans sem hægt er að slá út þegar dreift er við vegkanta eða við erfiðar aðstæður.

Undirakstursvörnin er alsett götum að neðan. Hægt er að láta leka í hana vatn út tanknum til að vökva vegi eða dæla í hana ef óskað er meiri krafts.

Þennan dreifara er hægt að nota við öll haughús án tillits til gerðar og aldurs.

Annar búnaður: Áfyllingalúga er trekt, hjólabúnaður Twin flotdekk með bremsum, aurhlífar, dráttarauga með snúning, fullkomin ljósabúnaður, tveir hæðamælar og rekkverk undir barka.

Stærðir 10-15 þúsund lítra.